Virkjanir

Deilir Tækniþjónusta býður fjölbreyttar véla- og tæknilausnir til fyrirtækja sem starfa í orkuiðnaði og veitustarfsemi. Meginstarfsemi okkar snýr að vélbúnaðarþjónustu, innflutningi á búnaði og hverskonar tækniþjónustu sem snýr að undirbúningi verkefna til gangsetningar og reksturs þeirra.

Deilir býður einnig fjölbreytta ráðgjafaþjónustu í rekstri orkuvera. Þar má nenfa ráðgjöf í viðhaldsþjónustu, uppbyggingu og uppsetningu á viðhaldskerfum, verkefnastjórnun, ásamt því að bjóða þrepaskipta rekstrarþjónustu orkuvera.

Deilir Tækniþjónusta hefur þróað viðgerðarferla á gufutúrbínum, flóknar rótor viðgerðir, hönnun og smíði varahluta og íhluta í gufutúrbínur

Deilir hefur framkvæmt sex flóknar rótorviðgerðir á Íslandi, tugir upptekta á gufutúrbínum, viðgerðum á blokkum túrbína og leiðiskófluviðgerðir.

Deilir sinnir einnig viðhaldi og tækniþjónustu fyrir vatnsaflsvirkjanir og vindtúrbínur. 

Þjónustusamningar virkjana