Deilir hannar og framleiðir djúpdæluvirkjanir fyrir hitaveitu borholur sem þjóna hitaveitum á Íslandi og erlendis.
130 djúpdælur eru í rekstri á Íslandi og 20 kerfi eru í rekstri erlendis. Dælurlausnir Deilis hafa margsannað sig í langri endingu og áreiðanleika í rekstri.

DJÚPDÆLUVIRKJANIR

Hönnun og framleiðsla á djúpdæluvirkjun byggir á áratuga reynslu starfsmanna.

Lykilþættir í okkar lausnum er stöðlun eininga. með slíkri stöðlun geta viðskiptavinir

gengið að því vísu að staðlaðir varahlutir passi við eldri búnað þegar komið er að

viðhaldi hans. Meaðltími milli bilana í okkar kerfum er milli 10 og 15 ár.

Helstu hlutar djúpdælu eru

 • Rafdrifinn mótor
 • Topp-og mótor stykki
 • Dælustrengseiningar
 • Drifbúnaður
 • Djúpdæla
 • Smurvatnskerfi
 • Stýrikerfi rafbúnaðar
 • Búnaður til mælingar á vatnshæð borholunnar

HÖNNUN

Tæknimenn Deilis bjóða viðskiptavinum ráðagjöf og hönnun við val á djúpdæluvirkjunum sem

hámarka mögulegan afrakstur borholunnar ásamt kostnaðarútreikningum við virkjun hennar.

 • Greiningarvinna og mælingar
 • Hönnun á djúpdæluvirkjunum
 • Djúpdælur niður að 300 m og hitastigi að 200°C
 • Val á búnaði
 • Hönnun á hitaveitukerfum 

FRAMLEIÐSLA

Framleiðsla Deilis fer fram í Mosfellsbæ, en það svæði hefur langa sögu þegar kemur

að virkjun jarhitavatns.

 • Stöðluð framleiðsla á dæluvirkjunum
 • Floway dælur framleiddar eftir Íslenskum staðli
 • General Electric mótorar
 • Íslensk framleiðsla á dælurörum, drifbúnaði, toppbúnaði og samsetning

UPPSETNING

Starfsmenn Deilis bjóða viðskiptavinum þjónustu við ísetningu alls búnaðs á verkstað um allt land.

 • Uppsetning dæluvirkjana
 • Dælu og röraniðursetningar allt að 300 metra langar
 • Hitastig vökva yfir 200°C
 • Uppsetning á smur og mælikerfum
 • Allur rafmagnsbúnaður settur upp
 • Stillingar á búnaði
 • Gangsetning dæluvirkjana

ÞJÓNUSTA

 • Viðgerðarþjónusta
 • Þjónustusamningar
 • Varahlutir 

Verkefni

SELFOSSVEITUR - NÝ DÆLUVIRKJUN FYRIR SELFOSSVEITUR

Selfossveitur bs. er sjálfstætt félag í eigu Árborgar og hefur það meginhlutverk að byggja upp og reka veitukerfin í Árborg. Jarðhitasvæðið við Laugadæli var fyrsta vinnslusvæði hitaveitu fyrir Selfoss (síðar Árborg) og svæðið hefur verið nýtt frá árinu 1944. Árborg er það sveitarfélag á Íslandi sem vaxið hefur hvað hraðast undanfarin ár og hefur það kallað á stórframkvæmdir veitukerfanna og þar með aukna framleiðslu á heitu jarðhitavatni sem Árborgarsvæðið býr svo ríkulega að.
Fyrsta aðkoma Verkfræðistofu Árna Gunnarssonar og síðan Deilis var 1993 með því að yfirfara borholuvirkjanir vinnsluholanna og koma með tillögur til úrbóta er miðuðu að því að auka afköst þeirra.
Deilir hefur æ síðan komið að hönnun, framleiðslu, niðursetningu og þjónustu á fjölda dæluvirkjana fyrir Selfossveitur sem tryggir íbúum svæðisins hin miklu lífsgæði sem felast í aðgangi að jarðhitavatninu.


VERKSVIÐ

 • Hönnun dælulausnar
 • Framleiðsla
 • Uppsetning búnaðar
 • Gangsetning
 • Þjónusta

Geosea á Húsavík - Sjódælubúnaður

Orkuveita Húsavíkur starfrækir hitaveitukerfin á Húsavíkursvæðinu og árlega afhendir fyrirtækið um 2 milljónir rúmmetra af heitu jarðhitavatni til notanda á svæðinu. Deilir hannaði, framleiddi og setti upp fyrir Orkuveitu Húsavíkur djúpdæluvirkjun til dælingar heitum jarðsjó fyrir hið glæsilega verkefni GEOSEA á Húsavíkurhöfða www.geosea.is . Geosea er í eigu fyrirtækisins Sjóböð ehf sem fær heitan jarðsjó úr tveimur borholum í grennd við hin nýju sjóböð Geosea.

Þetta glæsilega verkefni er enn eitt dæmið um hvað Íslenskur jarðhiti getur gert í að auka lífsgæði Íslendinga og erlendra gesta okkar. Staðsetning sjóbaðanna er einstök og geta gestir notið þaðan útsýnis yfir Skjálfandaflóann í átt að Norður heimskautsbaugnum sem er þar skammt undan.

VERKSVIÐ

 • Hönnun dælulausnar
 • Framleiðsla
 • Uppsetning búnaðar
 • Gangsetning
 • Þjónusta

Beius Rúmeníu - Hönnun hitaveitukerfis og dælubúnaðar

ÞRÓUN JARÐVARMAHITAKERFISINS

Í Beius í vesturhluta Rúmeníu var boruð hola árið 1995 niður á 2576 m. Þar fannst vatn með hitastig á milli 75 og 88 ° C.

Á þessum tíma bjuggu um 15.000 íbúar í Beius, hitaveitukerfi þeirra var úrelt og gamaldags, sem þjónað var af þremur olíu kyntum kötlum. Árlega á tímabilinu frá apríl til október, var framboð á heitu vatni til dæmis takmarkað við aðeins þrjár klukkustundir vikulega á fimmtudögum.

Meginmarkmið verkefnisins voru að staðfesta bestun kerfisins fyrir nýtingu jarðhitavatnsins fyrir hitaveitu og heitt neysluvatn í Beius.

Árni Gunnarsson verkfræðingur og einn stofnenda Íslenskrar jarðhitatækni hannaði, setti upp og gangsetti nýja djúpdæluvirkjun sem skilaði afköstum uppá 42-50 l / s.

Til að auka enn frekar afköst hitaveitukerfisins árið 2008 bætti Deilir við stærri dælu fyrir holuna í Beius, sem jók afköstin í 70 l/s.

Árið 2010 útvegaði Deilir nýja dælu fyrir aðra holu með 70 l/s afkastagetu og árið 2014 útvegaði Deilir 14 þrepa 12" dælu fyrir fyrstu holuna til að tryggja rekstraröryggi kerfisins enn frekar.

Þessari stig hækkandi á framleiðslugetu síðustu 18 árin var fylgt eftir með því að stækka jarðvarma hitaveitukerfið sem árið 2017 þjónaði um 65% íbúanna sem njóta húshitunar og heits neysluvatns allt árið um kring.

Þetta er einungis eitt dæmi af þeim fjölmörgu verkefnum sem Deilir hefur haft með að gera og aukið hefur lífsgæði íbúa á viðkomandi landssvæðum. Hafið endilega samband við okkur með fyrirspurnir um djúpdæluverkefni sem bæta lífsgæðin sem heitt jarðhitavatn skilar.

VERKSVIÐ

 • Hönnun hitaveitukerfis
 • Hönnun dælulausnar
 • Framleiðsla
 • Uppsetning búnaðar
 • Gangsetning
 • Þjónusta

Hitaveita Blönduóss og Skagastrandar - Uppsetning nýrrar dælu

Jarðhitasvæðið á Reykjum í Húnavatnshreppi við Reykjabraut er vinnslusvæði Rarik. Svæðið hefur verið nýtt frá sjöunda áratug 20. aldar og þá voru fyrstu vinnsluholur boraðar.
Deilir hefur sett upp nokkrar dælur fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.

Fyrsta aðkoma Deilis að borholudæluvirkjunum hitaveitunnar var 1996 við undirbúning virkjun nýrrar borholu

VERKSVIÐ

 • Hönnun dælulausnar
 • Framleiðsla
 • Uppsetning búnaðar
 • Gangsetning
 • Þjónusta