GÆÐASTEFNA

Hlutverk

Deilir Tækniþjónusta viðheldur virkni véla og búnaðar í orku- og veitufyrirtækjum. Almennt viðhald felst í fyrirfram skipulögðum aðgerðum til þess að koma í veg fyrir óvænlegar bilanir. Hlutverk Deilis Tækniþjónustu nær einnig til óvæntra bilana þar sem þarf að leiða út lausnir fljótt og örugglega þegar mikilvægur búnaður bregst og virkjanir missa getu til þess að þjóna viðskiptavinum sínum.

Gæðastefna

Deilir Tækniþjónusta skuldbindur sig að þjóna viðskiptavinum og hagsmunaaðilum sínum samkvæmt gildandi lögum og reglum. Unnið er eftir stýrðum verkferlum og haldið er úti grunnskipulagi sem gerir okkur fært um að skila góðu verki til viðskiptavina okkar. Deilir Tækniþjónusta hefur innleitt ISO 9001 alþjóðlegan gæðastjórnunarstaðal og þar með lagt grunn að frekari vexti fyrirtækisins með kröfur viðskiptavina sinna í fyrirrúmi. Við leggjum ríka áherslu á öryggismál og starfsánægju starfsmanna okkar og að starfsmenn eigi beina aðild að mótun og uppbyggingu gæðastjórnunarkerfisins. Með slíkri valddreifingu og þróunarvinnu fá starfsmenn á öllum sviðum fyrirtækisins að láta til sín taka. Deilir Tækniþjónusta starfar eftir hugmyndafræði straumlínustjórnunar (LEAN) þar sem stöðugar framfarir eru hafðar að leiðarljósi ásamt lágmörkun á sóun eykst virkur tími starfsfólksins alls, sem skapar aukið virði til viðskiptavina okkar og fyrirtækisins.

Deilir Tækniþjónusta skuldbindur sig til þess að vinna gegn spillingu, mútuþægni og hverskyns fjárhagssvikum og peningaþvætti með því að stunda heiðarleg viðskipti og starfa eftir ríkjandi lögum og reglugerðum. Deilir Tækniþjónusta leggur sitt af mörkum við upprætingu þessa hvimleiðu viðskiptahátta með því að tilkynna viðeigandi yfirvöldum ef uppvíst verður um brot af þessu tagi hjá starfsmönnum, samstarfsaðilum eða viðskiptavinum fyrirtækisins.

Gæðamarkmið

Leitumst við að þjónusta Deilis Tækniþjónustu verði ávallt góðs metin hjá viðskiptavinum okkar.

Biðtími og gegnumstreymistími verkefna verði gallalaus, stöðugar framfarir, aukin þekking og endurmenntun starfsmanna.

Starsfólki líði vel í störfum sínum hjá fyrirtækinu og vinni á slysalausum vinnustað.

Aðferðir

Til þess að ná settum markmiðum er regluleg samantekt ánægju viðskiptavina greind. Töluleg mæling er gerð í viðhaldskerfi á biðtíma og gegnumstreymistíma þar sem við á. Þjálfunarferli innleitt með bættri yfirsýn yfir hæfni starfsfólks. Með virkum starfsmannasamtölum amk fjórum sinnum á ári er leitast við að greina árangur og líðan starfsmanna og hugað að starfsþróun þeirra. Fylgst er með slysum og næstum slysum reglulega og töluleg greining fer fram mánaðarlega

Rýni og Ábyrgð

Gæðastefnan er rýnd árlega af stjórn Deilis Tækniþjónustu með niðurstöðum mælinga gæðamarkmiða að leiðarljósi. Stjórn Deilis Tækniþjónustu ber ábyrgð á gæðastefnu þessari og framkvæmdarstjóri ber ábyrgð á að starfsólk þekki hann og vinni eftir henni.

ISO9001:2015 Vottorð