DEILIR TÆKNIÞJÓNUSTA
Deilir Tækniþjónusta er þjónustufyrirtæki á véla og orkusviði.
Deilir Tækniþjónusta býður fjölbreyttar véla- og tæknilausnir til fyrirtækja sem starfa í orkuiðnaði og veitustarfsemi. Meginstarfsemi okkar snýr að vélbúnaðarþjónustu, innflutningi á búnaði og hverskonar tækniþjónustu allt frá undirbúningi verkefna til gangsetningar og reksturs þeirra lausna.
Deilir býður einnig fjölbreytta ráðgjafaþjónustu í rekstri orkuvera. Þar má nefna ráðgjöf í viðhaldsþjónustu, uppbyggingu og uppsetningu á viðhaldskerfum og verkefnastjórnun, ásamt því að bjóða þrepaskipta rekstrarþjónustu orkuvera.
Vélaverkstæði og tæknideild Deilis er staðsett að Völutegi 31 Mosfellsbæ sem er vel útbúið tækjum til að takast á við flókin verkefni hvort sem er í vélahönnun, viðgerðum eða nýsmíði. Í Mosfellsbæ er einnig framleidd djúpdælukerfi sem voru áður undir vörumerkjum Íslenskrar jarðhitatækni ehf og eru margreind hönnun og framleiðsla sem hefur í áranna rás reynst einstaklega gangörgugg djúpdælukerfi.
Deilir Tækniþjónusta er vottað ISO9001:2015 gæðakerfi sem tekur á öllum þáttum í starfsemi fyrirtækisins og er ætlað að auðvelda og bæta ákvörðunartöku, tryggja vörugæði, leiða til skilvirkari og betri þjónustu við viðskiptavini og styðja við umbætur í starfsemi fyrirtækisins. Gæðakerfið er vottað af BSI á Íslandi.
Vélaverkstæði og tæknideild Deilis er staðsett að Völutegi 31 í Mosfellsbæ sem er vel útbúið tækjum til að takast á við flókin verkefni hvort sem er í vélahönnun, viðgerðum eða nýsmíði.
Deilir veitir víðtæka vöru og viðhaldsþjónustu við orkuver og veitufyrirtæki. Ráðgjöf í viðhaldsþjónustu, uppsetningu á viðhaldskerfum, verkefnastjórnun, uppsetningu á orkuverum og verksmiðjum, kennsla, ráðgjöf í straumlínustjórnunar (e. lean management) ásamt því að bjóða þrepaskipta rekstrarþjónustu orkuvera og verksmiðja.
Starfsmenn Deilis eru tæknifræðingar, vélfræðingar, vélvirkjar, rennismiðir og sérhæfðir málmsuðumenn með yfirgripsmikla reynslu bæði innanlands sem og erlendis.