ÞJÓNUSTA

Deilir Tækniþjónusta er þjónustufyrirtæki á véla og orkusviði.

Deilir Tækniþjónusta býður fjölbreyttar véla- og tæknilausnir til fyrirtækja sem starfa í orkuiðnaði og veitustarfsemi. Meginstarfsemi okkar snýr að vélbúnaðarþjónustu, innflutningi á búnaði og hverskonar tækniþjónustu sem snýr að undirbúningi verkefna til gangsetningar og reksturs þeirra.

Deilir býður einnig fjölbreytta ráðgjafaþjónustu í rekstri orkuvera. Þar má nefna ráðgjöf í viðhaldsþjónustu, uppbyggingu og uppsetningu á viðhaldskerfum, verkefnastjórnun, ásamt því að bjóða þrepaskipta rekstrarþjónustu orkuvera.

Vélaverkstæði og tæknideild Deilis er staðsett að Völutegi 29a Mosfellsbæ sem er vel útbúið tækjum til að takast á við flókin verkefni hvort sem er í vélahönnun, viðgerðum eða nýsmíði.

Starfsmenn Deilis eru tæknifræðingar, vélfræðingar, vélvirkjar, rennismiðir og sérhæfðir suðumenn með yfirgripsmikla reynslu bæði innanlands sem og erlendis.

Deilir Tækniþjónusta er vottað ISO9001:2015 gæðakerfi sem tekur á öllum þáttum í starfsemi fyrirtækisins og er ætlað að auðvelda og bæta ákvörðunartöku, tryggja vörugæði, leiða til skilvirkari og betri þjónustu við viðskiptavini og styðja við umbætur í starfsemi fyrirtækisins. Gæðakerfið er vottað af BSI á Íslandi.