ÖRYGGISSTEFNA


Í stefnu Deilis um öryggismál segir m.a.:

„Stöðugt er unnið að heilsuvernd, persónuöryggi og rekstraröryggi hjá fyrirtækinu. Deilir leggur áherslu á að vera eftirsóknarverður vinnustaður með því að bjóða starfsmönnum upp á markvissa þjálfun og endurmenntun“.

Til stuðnings stefnunni eru settar fram megin áherslur í persónuöryggis-, heilsu- og vinnuumhverfismálum.

Þær eru:

· Að starfsfólk Deilis og aðilar sem starfa í verkefnum á vegum Deilis ljúki sérhverjum vinnudegi á öruggan hátt.

· Að stuðla að öruggu og heilsusamlegu starfsumhverfi þar sem virðing er borin fyrir einstaklingum og starfi þeirra.

· Að stuðla að aukinni öryggis- og heilbrigðisvitund á meðal starfsfólks og þjónustuaðila Deilis. Lögð skal áhersla á öryggi, ekki síður en hagsýni í starfi.

· Að Deilir sé traust og áreiðanlegt fyrirtæki sem stuðlar að jákvæðum framförum gagnvart samfélaginu í öryggis- og heilbrigðismálum.

· Að Deilir sé framsækið fyrirtæki sem sífellt leitar að snjöllum, einföldum og hagkvæmum leiðum sem stuðla að auknum árangri á sviði öryggis- og heilbrigðismála þannig að Deilir verði fremst í flokki íslenskra fyrirtækja á þessu sviði.


Stefnunni er fylgt með eftirfarandi leiðum:

· Kynna stefnuna og áherslur hennar og vinnufyrirkomulag fyrir öllu starfsfólki þar sem markviss fræðsla og þjálfun starfsfólks eru frumforsenda öryggis vinnuumhverfis

· Með skilvirkum samskiptum, gerð áhættugreininga og fylgni við lög og reglur er hægt að lágmarka áhættu, tjón og mannlegan sársauka.

· Með ítarlegum slysarannsóknum sem miða að því að finna orsök óhapps eða slyss getur fyrirtækið lært og gert nauðsynlegar ráðstafanir til að minnka áhættu.

· Reynsla, þekking og fagmennska skal liggja til grundvallar viðbragðsáætlunum og réttum viðbrögðum ef óhapp ber að höndum.

· Öryggi er ekki einkamál og fyrirtækið mun leitast við að taka þátt í samstarfi um öryggismál á víðum grundvelli bæði innanlands og erlendis

· Framkvæma reglubundna endurskoðun öryggismála út frá reynslu og raunveruleika starfsfólks.

· Stefna Deilis og megináherslur í öryggi, heilsu- og vinnuumhverfismálum verða höfð að leiðarljósi í öllum samstarfsverkefnum sem unnin eru undir forystu Deilis. Þær kröfur verða gerðar til samstarfsaðila að þeir vinni markvisst í öryggismálum sínum og Deilir verður tilbúin að miðla af reynslu sinni af öryggi á vinnustað.